Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga þar sem sett er fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. 

Unnið er að gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Á þessu vefsvæði gefst kostur á að fylgjast og taka þátt í mótun þess.

Skipulagssvæði strandsvæðisskipulags Austfjarða nær yfir firði og flóa frá Almenningsfles í norðri og að Hvítingum í suðri. Mörk skipulagssvæðisins til lands eru við netlög, 115 m út frá stórstraumsfjöruborði, en staðamörk sveitarfélaga miðast við netlög. Til hafs nær skipulagssvæðið að viðmiðunarlínu sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Að skipulagssvæðinu liggja tvö sveitarfélög, Fjarðabyggð og Múlaþing.

SSSK_Aust_yfirlitskort_crop