Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga þar sem sett er fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. 

Strandsvæðisskipulag Austfjarða var staðfest af ráðherra 2. mars 2023 og mun taka gildi við birtingu þess í B-deild stjórnartíðinda. Á þessu vefsvæði má kynna sér ferlið að baki skipulagsgerðarinnar.

Skipulagssvæði strandsvæðisskipulags Austfjarða nær yfir firði og flóa frá Almenningsfles í norðri og að Hvítingum í suðri. Mörk skipulagssvæðisins til lands eru við netlög, 115 m út frá stórstraumsfjöruborði, en staðamörk sveitarfélaga miðast við netlög. Til hafs nær skipulagssvæðið að viðmiðunarlínu sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Að skipulagssvæðinu liggja tvö sveitarfélög, Fjarðabyggð og Múlaþing.

SSSK_Aust_yfirlitskort_crop