Kynning á lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum

  • 12.5.2020

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að gerð strandsvæðisskipulagsins liggur fyrir og stendur Skipulagsstofnun nú fyrir kynningarfundi um lýsinguna.

Á fundinum verður fyrirhuguð vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestjörðum kynnt ásamt því að farið verður yfir starf svæðisráða. Að því loknu mun þátttakendum gefast tækifæri til að leggja fram spurningar.

Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn sem veffundur og fer fram þann 12. maí kl. 15.00 í streymi á Facebooksíðu Skipulagsstofnunar. Þar verður hægt að koma á framfæri fyrirspurnum á meðan á fundi stendur. Allir eru hvattir til að taka þátt.