Vinnan framundan

Grundvöllur fyrir gerð strandsvæðisskipulags er lagður í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða sem sett er fram í landsskipulagsstefnu. 

Landsskipulagsstefna á að mæla fyrir um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag, en núgildandi landsskipulagsstefna var sett áður en lög um gerð strandsvæðisskipulags voru samþykkt árið 2018.

Unnið er að endurskoðun landsskipulagsstefnu og liggur tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu. Í aðgerðaáætlun fyrir endurskoðaða landsskipulagsstefnu er lagt til að hafin verði vinna við strandsvæðisskipulag fyrir Eyjafjörð og Skjálfanda. Á þessari síðu mun gefast kostur á því að fylgjast með og taka þátt í þeirri vinnu þegar hún hefst. Almennar upplýsingar um strandsvæðisskipulag er að finna hér.

SSSK_Eyjaf_Skjalf