Skipulag í vinnslu

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga þar sem sett er fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. 

Grundvöllur fyrir gerð strandsvæðisskipulags er lagður í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða sem sett er fram í landsskipulagsstefnu. Stefnan á að mæla fyrir um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag, en núgildandi landsskipulagsstefna var hinsvegar sett áður en lög um gerð strandsvæðisskipulags voru samþykkt árið 2018. Til að flýta því að vinna við gerð strandsvæðisskipulags gæti hafist er því í lögum um skipulag haf- og strandsvæða kveðið á um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Talið var brýnt að hefja skipulagsgerð sem fyrst á þessum svæðum vegna mikillar eftirspurnar og fyrirsjáanlegra hagsmunaárekstra.

Unnið er samhliða að gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Á þessu vefsvæði gefst kostur á að fylgjast með og taka þátt í þeirri vinnu. Almennar upplýsingar um strandsvæðisskipulag er að finna hér.

strandssvæðisskipulag á Vestfjörðum og Austfjörðum