Svæðisráð

Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags og ber ráðið ábyrgð á gerð þess. Í svæðisráðinu eiga sæti fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga og starfa fulltrúar í svæðisráði í umboði þeirra sem þá tilnefna.

Innviðaráðherra skipaði nýjan formann svæðisráðs í janúar 2022. Svæðisráðið var svo skipað í desember 2022:


  • Magnús Jóhannesson, formaður, skipaður án tilnefningar. Varafulltrúi: Eggert
    Ólafsson.
  • Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, Gauti Jóhannesson og Jón Björn Hákonarson, tilnefnd af aðliggjandi sveitarfélögum. Varafulltrúar: Jón Þórðarson, Kári Snær Valtingojer og Sigurður Ólafsson.
  • Freydís Vigfúsdóttir, fulltrúi matvælaráðuneytis. Varafulltrúi: Hjalti Jón Guðmundsson.
  • Ásta Þorleifsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis. Varafulltrúi: Friðfinnur Skaftason.
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, fulltrúi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Varafulltrúi: Hreinn Hrafnkelsson.
  • Eydís Ásbjörnsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varafulltrúi: Bryndís Gunnlaugsdóttir


Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði fyrst svæðisráð í janúar 2019 og var Stefán Gíslason formaður . Í lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum má finna nánari upplýsingar um upphaflega skipan svæðisráðs.