Samráð

Strandsvæðisskipulag Vestfjarða var unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum.  

Ráðherra skipulagsmála skipaði samráðshóp sem var svæðisráðum til ráðgjafar og samráðs við gerð strandsvæðisskipulagsins. Í hópnum áttu sæti tveir fulltrúar frá umhverfisverndarsamtökum, annar frá samtökum á landsvísu og hinn frá samtökum af svæðinu. Aðrir fulltrúar voru tilnefndir af ferðamálasamtökum, Samtökum atvinnulífsins og útivistarsamtökum. Þá var svæðisráðum heimilt að tilnefna allt að þrjá fulltrúa til viðbótar.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samráðshóp fyrir gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða í nóvember 2019. Í hópnum áttu sæti:

  • Ísabella Ósk Másdóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum
  • Jón Páll Hreinsson, tilnefndur af svæðisráði
  • Kristján G. Jóakimsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Ferðamálasamtökum Vestfjarða
  • Birkir Þór Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga
  • Inga Fanney Sigurðardóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum

Við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum var haft víðtækt samráð við fagstofnanir á sviði nýtingar og verndar á haf- og strandsvæðum aðliggjandi sveitarfélög og hafnarstjórnir. Auk þess sem almenningi gafst tækifæri á að koma að mótun og fylgjast með vinnunni. Samráði og viðbrögð við umsögnum og ábendingum er nánar gerð skil í Afrakstur samráðs: Samantekt samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og Viðbrögð við framkomnum athugasemdum við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum.