Stafrænt strandsvæðisskipulag

Strandsvæðisskipulag Austfjarða var unnið á stafrænu formi eins og kveðið er á um í lögum um skipulag haf- og strandsvæða.

Skoða má stafrænan skipulagsuppdrátt í vefsjá, þar má finna þau ákvæði sem gilda um einstaka reiti og lýsingu á aðstæðum innan hvers reits. Túlkun á legu og afmörkun reita miðast við hvað greina má við lestur á útprentuðum skipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:100.000. 

Hér má skoða strandsvæðisskipulag Austfjarða í vefsjá .  

Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu sem lýsir tilhögun gagna og innihaldi stafræns strandsvæðisskipulags. Er henni ætlað að samræma gögnin og auðvelda notkun þeirra og túlkun.

Gögn stafræns strandsvæðisskipulags eru öllum opin og er hægt að nálgast gögnin í gegnum lýsigagnagátt LMÍ