Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022
Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.
Skipulagstillagan ásamt umhverfismati er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar. Hana má einnig nálgast hér að neðan.
Kynningarfundir
Sumarið 2022 eru kynningarfundir um skipulagstillöguna haldnir á eftirfarandi stöðum:
- Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní kl. 12:00-13:30
- Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní kl. 16:30-18:00
- Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní kl. 16:30-18:00
- Skrifstofu Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, Reykjavík, 9. ágúst kl. 13:30-15:30
Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru
hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna. Allir sem þess óska geta komið á
framfæri ábendingum og gert athugasemdir við skipulagstillöguna og umhverfismat
hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september
2022.
Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á netfangið hafskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á www.hafskipulag.is
Svæðisráð Vestfjarða
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022: Tillaga svæðisráðs til kynningar
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022: Uppdráttur
Umhverfismatsskýrsla: Umhverfismat tillögu svæðisráðs að strandsvæðisskipulagi Vestfjarða